Brú sendir reikninga á sveitarfélög

Staða Brúar var kynnt á fjármálaráðstefnunni.
Staða Brúar var kynnt á fjármálaráðstefnunni. mbl.is/Arnþór

Brú, lífeyrissjóður starfsfólks sveitarfélaga, mun á næstunni hefja mánaðarlega innheimtu framlaga frá sveitarfélögum sem launagreiðendum sjóðfélaga í lífeyrisaukasjóð, en hann er innan A-deildar Brúar.

Innheimta á um 50 milljónir í hverjum mánuði eða um 600 milljónir á ári. Fjárhæðirnar skiptast hlutfallslega niður á sveitarfélögin miðað við greidd iðgjöld og réttindi vegna þeirra.

„Búast má við slíkri innheimtu áfram næstu 30 árin miðað við núverandi lífaldur. Sjóðurinn vinnur að gerð sviðsmyndagreininga til að geta betur metið framtíðina,“ sagði Gerður Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sjóðsins er hún kynnti fulltrúum sveitarfélaga fyrirhugaða innheimtu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fyrir helgi.

Lífeyrisaukasjóðurinn hefur verið með halla alla tíð og vanfjármagnaður frá upphafi að sögn Gerðar. Tryggingafræðileg staða hans hefur verið neikvæð um 10% sl. fimm ár og var heildarstaða hans neikvæð um tæpa 24 milljarða um seinustu áramót.

Hann á uppruna sinn að rekja til réttindabreytinganna hjá opinberu lífeyrissjóðunum í júní 2017, þegar aldurstengd réttindaávinnsla nýrra sjóðfélaga var tekin upp við samræmingu lífeyrisréttinda á almennum og opinberum markaði og réttindi þeirra taka mið af tryggingafræðilegri stöðu hverju sinni.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: