Kvöldfréttir Stöðvar tvö fara ekki í loftið í kvöld, en kerfi liggja niðri vegna rafmangsbilunar sem varð á Suðurlandsbraut í kvöld. Þetta kemur fram á Vísir.is.
„Í miðri fréttavinnslu, þegar fréttamenn voru að klippa fréttir og ganga frá tímanum varð allt svart hjá okkur. Við gerðum allt sem við gátum til að laga þetta og senda út þéttan kvöldfréttatíma en því miður fyrir dygga og fréttaþyrsta áskrifendur okkar tókst það ekki,“ er haft eftir Erlu Björg Gunnarsdóttur, fréttastjóra Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í frétt Vísis.
Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að rafmagnsleysið mætti rekja til háspennubilunar.