Krýsuvíkurvegi lokað vegna umferðaróhapps

Frá Krýsuvíkurvegi. Mynd úr safni.
Frá Krýsuvíkurvegi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Vegagerðin

Búið er að loka fyrir umferð um Krýsuvíkurveg vegna umferðaróhapps sem var á veginum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að engin slys hafi orðið á fólki, en að unnið sé að því að opna veginn.

Tekið er fram að til að opna veginn þurfi stórtækar vinnuvélar og að sú vinna muni taka um eina og hálfa klukkustund.

Ökumenn eru beðnir um að virða þessa lokun og gefa viðbragðsaðilum rými til starfa á vettvangi.

Uppfært kl. 12.56: 

Kranabíll féll á hliðina á veginum og er unnið að því að rétta hann við. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki vitað hvað olli því að kraninn féll á hliðina. Sem fyrr segir slapp ökumaðurinn heill á húfi.

mbl.is
Loka