Nafn mannsins sem lést í umferðarslysi

Marek Dementiuk.
Marek Dementiuk. Ljósmynd/Aðsend

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis 13. september hét Marek Dementiuk.

Hann var 37 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Marek og eiginkona hans fluttu til Íslands frá Póllandi árið 2007 með von um betra líf.

Búið er að stofna styrktarsjóð til að styðja við fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.

Reikningsnúmerið er 0123-15-129201 og kt. 040984-4619.

mbl.is