Suðurlandsbraut ljómar á ný

Suðurlandsbrautin lýsir á ný eftir rafmagnsleysi í rúman klukkutíma.
Suðurlandsbrautin lýsir á ný eftir rafmagnsleysi í rúman klukkutíma.

Rafmagn er aftur komið á Suðurlandsbrautina en því sló út um klukkan 18 í kvöld. 

Þetta staðfestir Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Aðspurður segir hann háspennubilun hafa valdið rafmagnsleysinu, en að það geti tekið tíma að finna hvar bilunin hafi átt sér stað, þó lagfæringin sjálf sé ekki tímafrek. 

Starfsmenn Orkuveitunnar höfðu þó hraðar hendur að sögn Breka, enda mikið rask á starfsemi víða á Suðurlandsbrautinni. 

„Það var náttúrulega vesen hjá kollegum þínum á Suðurlandsbrautinni, fréttatími Stöðvar 2, svo við höfðum sérstaklega hraðar hendur,“ segir Breki en miðlar Sýnar lágu niðri vegna rafmagnsleysisins. 

mbl.is
Loka