Vegna rafmagnsleysis á Suðurlandsbraut liggja allir miðlar Sýnar niðri að undanskildum fréttavefnum Visir.is.
Þetta staðfestir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
„Það liggja allir miðlar niðri sem eru sendir út frá Suðurlandsbraut,“ segir Erla Björg. „Allar sjónvarpsstöðvar, allar útvarpsstöðvar, allt. Það er ekki einu sinni nettenging í húsinu.“
Fréttatími Stöðvar 2 og Bylgjunnar átti að fara í loftið klukkan 18.30. Að sögn Erlu Bjargar er unnið að því á fullu að koma rafmagninu aftur á og verður fréttatíminn sýndur um leið og tækifæri gefst.
Uppfært klukkan 19.27:
Rafmagn er komið aftur á og útsending hafin að nýju.