„Þetta er alltaf óheppilegt“

Eftirlitið hefur mikið verið í umræðunni undanfarið.
Eftirlitið hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er alltaf óheppilegt,“ segir Sveinn Agnarsson, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, SKE, við Morgunblaðið spurður hvaða áhrif umræða og gagnrýni sem SKE hefur fengið undanfarið hafi á störf eftirlitsins og traust þess.

Áfrýjunarnefnd samkeppnis­mála komst nýlega að þeirri niðurstöðu að SKE hefði ekki farið að lögum við athugun á útgerðarfyrirtækjum.

Sveinn segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar ekki hafa verið rædda í stjórn SKE.

Fundur verði haldinn einhvern tímann í næstu viku. Þar verði einnig rædd sú krafa útgerðarfyrirtækja að SKE skili gögnum.

Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka