Árásarmennirnir komust undan

Ökumaður ók ölvaður gegn umferð á Suðurlandsbraut.
Ökumaður ók ölvaður gegn umferð á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um líkamsárás þar sem tveir einstaklingar voru sagðir hafa veist að einum aðila. Árásarmennirnir komust undan en sá sem varð fyrir árásinni var fluttur slasaður á bráðamóttöku.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun.

Þar segir einnig að ökumaður hafi verið stöðvaður eftir að hafa ekið gegn umferð á Suðurlandsbraut. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis.

Þá var ökuréttindalaus ökumaður stöðvaður fyrir að nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar.

mbl.is
Loka