Kalt vatn komið á

Kerfisbilun orsakaði kaldavatnsleysið í morgun en Hvörf­in, Þing­in, Kór­ar og …
Kerfisbilun orsakaði kaldavatnsleysið í morgun en Hvörf­in, Þing­in, Kór­ar og hluti Sala­hverf­is urðu fyrir barðinu á biluninni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kaldavatnið er komið á í þeim hluta Kópavogs sem var vatnslaus í morgun, að því er segir í tilkynningu Kópavogsbæjar. Ekki er þó fullur þrýstingur á kerfinu eins og er.

Kerfisbilun orsakaði kaldavatnsleysið í morgun en Hvörf­in, Þing­in, Kór­ar og hluti Sala­hverf­is urðu fyrir barðinu á biluninni. 

Í tilkynningu bæjarins er varað við því að loft gæti verið í lögnum og að vatn renni ekki alveg eðlilega þegar skrúfað er frá krana.

mbl.is
Loka