Næturstrætó mun hefja akstur til Hafnarfjarðar aðfaranótt laugardagsins 30. september.
Fram kemur í tilkynningu frá Strætó, að Hafnarfjarðarbær hafi gert samning við Strætó um að hefja akstur næturstrætó til Hafnarfjarðar. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða.
„Ekin verður leið 101 en með þeim breytingum að einungis verður stoppað í Hamraborg í Kópavogi og Ásgarði í Garðabæ. Einnig lengist leiðin örlítið og síðasta stopp verður Hamranes. Brottfarartímar eru frá Lækjartorgi B kl. 1:20, 2:25 og 3:45.“