Skattur á bíómiðum lækkaður

Sala á aðgöngumiðum í kvikmyndahús verður sett í lægra þrep …
Sala á aðgöngumiðum í kvikmyndahús verður sett í lægra þrep virðisaukaskatts, nái breytingarnar í gegn. Ljósmynd/Mummi Lu

Í undirbúningi eru breytingar á lögum sem fela meðal annars í sér að litlir, sjálfstæðir framleiðendur áfengis muni greiði lægra áfengisgjald af ákveðnu magni áfengis.

Einnig á sala á aðgöngumiðum í kvikmyndahús að vera sett í lægra þrep virðisaukaskatts og teknar verða upp svonefndar samtímabarnabætur um næstu áramót, sem taka mið af barnastöðu eftir ársfjórðungum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í áformum um breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt.

Meira í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: