Líkfundur í sjónum við smábátahöfnina í Reykjavík

mbl.is

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um lík í sjónum við smábátahöfnina í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. 

Rannsókn málsins er á frumstigi og vinnur lögregla nú að því að kanna tildrög málsins að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. 

Vísir greindi fyrst frá málinu og segir að um unga konu sé að ræða. Ævar gat ekki staðfest það í samtali við mbl.is

Hluti af því sem lögregla kannar nú er hvort andlátið hafi borið af með saknæmum hætti, segir Ævar sem getur ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. 

mbl.is
Loka