Óttast ekki hefnd SKE

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist ekki óttast það að Samkeppniseftirlitið hefni sín á honum eða fyrirtækinu eftir að hann bauð eftirlitinu birginn. Guðmundur neitaði sem kunnugt er að verða við kröfu Samkeppniseftirlitsins um ítarlegar upplýsingar um starfsemi Brims, en sama krafa var send á um 30 sjávarútvegsfyrirtæki að beiðni matvælaráðuneytisins eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu.

Í ítarlegu viðtali við Dagmál, streymi Morgunblaðsins, skýrir Guðmundur meðal annars af hverju hann varð ekki við kröfu Samkeppniseftirlitsins, sem lagði í kjölfarið dagsektir á Brim. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sneri þó við ákvörðun eftirlitsins auk þess sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Samkeppniseftirlitinu væri ekki heimilt að gera verktakasamning við annað stjórnvald, í þessu tilviki við matvælaráðuneytið.

Í viðtalinu er meðal annars fjallað um alþekktan ótta margra aðila í viðskiptalífinu við Samkeppniseftirlitið. Þá er Guðmundur spurður hvort hann óttist hefndir eftirlitsins.

Hér í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot út viðtalinu þar sem komið er inn á þetta.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Loka