Vara við hálku eftir bílveltu

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við að hálka gæti verið víða á vegum á svæðinu. 

Í Facebook-færslu lögreglunnar segir að bílvelta varð í morgun í Ljósavatnsskarði við Stóru-Tjarnir, „en þar er einmitt hálka þegar þetta er ritað“.

Ekki urðu þó slys á fólki í óhappinu. mbl.is