Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti fyrr í dag útspil flokksins um fimm þjóðarmarkmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Þar er meðal annars kveðið á um að allir eigi að fá fastan heimilislækni og heimilisteymi.
„Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í 40 opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál.
Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrún í tilkynningu, en hún hélt fjölmiðlafund í Mjódd í dag þar sem áherslurnar voru kynntar.
Markmiðin sem sett eru fram eru fimm talsins:
Í útspilinu sem nefnist „Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum“ er, eins og fyrr segir, áætlað að það taki tvö kjörtímabil að framkvæma áherslurnar. Athygli vekur að Samfylkingin setur sig ekki upp á móti einkarekinni heilbrigðisþjónustu.
„Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu.,“ stendur ´´i 5. kafla útspilsins.
Segir í tilkynningunni að Samfylkingin vilji auka fjárframlög til heilbrigðis- og öldrunarmála jafnt og þétt í 8 ár um sem nemur 1-1,5% af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög.
Til að fjármagna þetta segir að fjármögnun eigi að vera „tryggð á tekjuhlið ríkissjóðs“, og að draga verði úr „misræmi milli skattlagningar fjármagns- og launatekna“. Einnig segir að tryggja verði að arður af „sameiginlegum náttúruauðlindum nýtist í þágu samfélagsins alls.“
Hægt er að lesa um þetta útspil í heild sinni með því að smella hér.