Eldsneytissölu við Litlu kaffistofuna á Sandskeiði hefur verið hætt. Söluskálinn var opnaður árið 1960 og þar hefur því í 63 ár verið hægt að taka eldsneyti á bíla, jafnhliða því sem margir staldra þarna við.
Skálinn er vinsæll áningarstaður og skjól vegfarenda í illviðrum á vetrum þegar blint verður og illfært til dæmis í Svínahrauni og á Hellisheiði.
Gildandi starfsleyfi eldsneytissölu við Litlu kaffistofuna rann út 30. september og ekki reyndist unnt að endurnýja leyfið nema til kæmu verulegar fjárfestingar við endurbætur á svæðinu.
Í dag er veitingastaðurinn Hjá Hlölla rekinn í Litlu kaffistofunni og verður sú starfsemi óbreytt áfram.
Lesa má meira um í Morgunblaðinu í dag.