Kastaði skóflu í lögreglubifreið

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimmtán ára drengur kastaði skóflu í átt að lögreglumönnum síðdegis í dag. Lenti skóflan á lögreglubifreiðinni og urðu minniháttar skemmdir á henni. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í dag. 

Ekki er greint frekar frá því hverjar afleiðingarnar urðu fyrir hinn unga mann. 

Í dag var einnig tilkynnt um minniháttar eignaspjöll í miðborginni. Kastaði þar kona búslóð fram af svölum. 

mbl.is
Loka