Tilkynnt um að maður hefði farið í sjóinn

Slökkviliðið fór á vettvang í nótt.
Slökkviliðið fór á vettvang í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um hálfeittleytið í nótt barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að maður hefði farið í sjóinn við Eiðsgranda.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fóru viðbragðsaðilar strax á vettvang, þar á meðal kafarar frá slökkviliðinu.

Lögreglumenn gengu fjörurnar og svipuðust um eftir honum. Fyrst um sinn sást ekkert en síðan sást maðurinn í sjónum. Hann varð var við viðbragðsaðilana og gekk sjálfur í land.

Að sögn varðstjóra var hlúð að manninum, enda var hann orðinn kaldur, og hann fluttur á slysadeild.

Ef þú ert að upp­lifa sjálfs­vígs­hugs­an­ir er hjálp­arsími Rauða kross­ins, 1717, op­inn all­an sól­ar­hring­inn. Einnig er net­spjall Rauða kross­ins, 1717.is, opið all­an sól­ar­hring­inn. Píeta-sam­tök­in veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218. Á net­spjalli á Heilsu­vera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkr­un­ar­fræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu hringdu í 112.

mbl.is
Loka