Helga ráðin yfirlæknir

Helga Eyjólfsdóttir.
Helga Eyjólfsdóttir.

Helga Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir heilabilunarhluta öldrunarlækningadeildar Landspítala frá 1. nóvember 2023.

Helga lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 2003, sérnámi í lyf- og öldrunarlækningum frá Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi 2022 og doktorprófi frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 2017, að því er segir á vef Landspítalans. 

Hún starfaði sem yfirlæknir á sama sjúkrahúsi 2012-2014. Helga starfaði sem yfirlæknir á bráðaöldrunarlækningadeild á Danderyd spítalanum í Stokkhólmi frá 2015 þar til hún hóf störf sem sérfræðilæknir í öldrunarlækningum við Landspítala árið 2017. Jafnframt hefur Helga verið formaður lyfjanefndar Landspítala frá 2021.

Helga hefur sinnt kennslu með námi og vinnu, m.a. sem stundakennari í lyflæknisfræði við Karolinska Institutet og hefur starfað sem dósent og forstöðumaður fræðasviðs í öldrunarlækningum við læknadeild Háskóla Íslands frá 2022.
Helga situr í stjórn Rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum og stjórn European Geriatric Medicine Society, er virkur vísindamaður og er upphafsmaður og ábyrg fyrir framkvæmd íslensku heilabilunarskrárinnar (IceDem).

mbl.is