Hvað á að gera við peningana frá frúnni í Þórshöfn

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna, segir að neytendur í Færeyjum spari að meðaltali um eina milljón árlega í vaxtarkostnað miðað við neytendur hér á landi þegar kemur að vöxtum á húsnæðislánum. Hann segir jafnframt enga leið fyrir neytendur að bera saman verð á þjónustu bankanna.

Fyrir 10 milljóna húsnæðislán greiða neytendur hér á landi um 500 þúsund árlega umfram vaxtagreiðslur fyrir sambærilegt lán í Færeyjum að sögn Breka. Fyrir 20 milljóna lán sé sparnaður Færeyinga um 1 milljón og fyrir 40 milljóna lán sé sparnaðurinn 2 milljónir. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi um ný­út­komna skýrslu um gjald­töku og arðsemi bank­anna.

„Í þessum leik má segja já, nei, svart og hvítt“

Bað hann fundargesti að koma með sér í leikinn frúin í Þórshöfn og spurði hvað fólk vildi gera við þá peninga sem það gæti fengið með að hafa sömu vaxtakjör og bjóðast í Færeyjum. „Í þessum leik má segja já, nei, svart og hvítt,“ bætti hann við.

Frá fundinum í morgun. Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, Lilja …
Frá fundinum í morgun. Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, Lilja Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sagði hann húsnæðislán í dag bera um 5% vexti í Færeyjum, sem væri hátt í sögulegu samhengi. Hins vegar væri einnig ótalið þá óbeinn kostnaður neytenda í gegnum hærra vaxtastig fyrirtækja og hærra vöruverðs vegna þess.

Meðalheimilið myndi spara eina milljón

Breki sagði að meðalheimilið myndi spara eina milljón á ári með lægri vöxtum. Því væri um mikla kjarabót að ræða fyrir neytendur. Vísaði Breki til þess að í skýrslunni um gjaldtöku og arðsemi bankanna kæmi fram að arðsemi heildareigna bankanna hér á landi væri um helmingi meiri en hjá sambærilegum bönkum erlendis, en þar væri hún 1%, en 1,5% hér á landi. Þá væri vaxtamunur um tvöfalt hærri hér en hjá sambærilegum bönkum í nágrannalöndum okkar.

„Engin leið til að bera saman verð

Breki velti einnig fyrir sér þeim möguleika sem neytendur hafa til að bera saman verð hjá bönkunum og sagði hann það ekki auðvelt verk. „Það er engin leið til að bera saman verð á þjónustu bankanna,“ sagði hann og bætti við að fyrir utan flóknar verð- og vaxtaskrá, þá áskilja bankarnir sér til að breyta vöxtum án mikils fyrirvara sem geri allan samanburð mjög tímabundinn. Sagði Breki að með niðurstöðu innlendra og alþjóðlegra dómstóla sem hefðu sagt þetta ólögmætar aðgerðir, þá væru samtökin nú með í gangi svokallað vaxtamál fyrir dómstólum.

mbl.is