Líkamsárás og grunsamlegar mannaferðir

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður hringdi í lögregluna skömmu eftir miðnætti og sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás.

Þegar lögreglan fór á staðinn voru meintir gerendur farnir af vettvangi á bíl og fór hún strax í að leita að þeim í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti.

Málið var enn í rannsókn um fimmleytið í nótt, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is/Hari

Um hálfeittleytið í nótt var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við bíla í austurborginni. Lögreglan kannaði málið.

Aftur var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir nálægt miðbænum á öðrum tímanum í nótt. Málið var kannað og sáust engin merki um innbrot.

Með vandræði við hótel

Um hálfeittleytið í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann með vandræði við hótel. Hann fór sína leið eftir samtal við lögregluna.

Tilkynnt var um aðfinnsluvert aksturslag á Reykjanesbraut á fimmta tímanum í nótt. Lögreglan skoðaði  málið.

Ökumaður var stöðvaður í akstri á fjórða tímanum í nótt grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

mbl.is