Lögreglan lýsir eftir stolnum BMW

Bifreiðinni var stolið af bifreiðaverkstæði í morgun eða nótt.
Bifreiðinni var stolið af bifreiðaverkstæði í morgun eða nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bláum BMW IX XDRIVE40 með skráningarnúmerið GXP14.

Bílnum var stolið af bifreiðaverkstæði við Garðastræti/Ránargötu í Reykjavík í morgun eða nótt. 

Ef vegfarendur sjá bílinn í umferðinni, eða vita hvar hann er niðurkominn, eiga þeir að hafa samband við 112. 

mbl.is