Rigning víða norðanlands og skúrir fyrir sunnan

Spákortið í hádeginu í dag.
Spákortið í hádeginu í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð norðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu og víða verður dálítil rigning um landið norðanvert og slydda eða snjókoma til fjalla, en austlægari og stöku skúrir sunnanlands.

Á morgun verður austlæg átt, 8-15 m/s og hvassast syðst. Lítilsháttar rigning verður suðvestanlands, en annars skýjað að mestu og dálitlar skúrir eða él.

Hiti verður á bilinu 3 til 11 stig, mildast verður syðst.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is