Skoðar langtímamælingar á þreki

Hvað veldur því að þrek minnkar hjá strákum?
Hvað veldur því að þrek minnkar hjá strákum? mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það sem ég hef gert með þessi gögn er að skoða þrekið á þessum fjórum tímapunktum, frá 7 og 9 ára og 15 og 17 ára. Þrekið er að aukast aðeins hjá börnum fram að 15 ára aldri en eftir það helst það óbreytt hjá stelpum á meðan það fer aðeins að dala hjá strákunum og versnar aðeins hjá þeim milli 15 og 17 ára aldurs,“ segir Þuríður Helga Ingvarsdóttir, doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við menntasvið Háskóla Íslands, sem skoðað hefur sérstaklega þrekhlutann úr rannsókn sem hófst árið 2006 og stóð yfir tíu ára tímabil.

Í rannsókninni var meðal annars skoðuð staðan og langtímabreytingar á þreki íslenskra ungmenna við 7 og 9 ára aldur og síðan aftur við 15 og 17 ára aldur. Í vísindagrein sinni sem ber yfirskriftina Þróun á þreki íslenskra ungmenna frá barnæsku til unglingsára styðst Þuríður við gögn úr rannsókninni og skoðar þessar hlutlægu mælingar á þreki barna yfir tíu ára tímabil.

„Ég get ekki fullyrt af hverju þetta gerist en það er partur af því sem mig langar svolítið að skoða betur. Hvað er það þarna við 15 ára aldurinn sem gerist og veldur því að þrekið fer að minnka hjá strákum?“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka