Úrskurðurinn líklega kærður til Landsréttar

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari.
Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrskurður héraðsdóms um að vísa eigi frá ákærulið er varðar undirbúning hryðjuverka, í hryðjuverkamálinu svokallaða, verður að öllum líkindum kærður til Landsréttar.

Þetta segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við mbl.is.

Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var það í annað skiptið sem ákærulið um hryðjuverk er vísað frá í málinu. 

Karl Ingi vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu og tók fram að ekki væri búið að kæra úrskurðinn. Það yrði þó að öllum líkindum gert.

mbl.is