Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og á Ströndum.
Þetta kemur fram á Veðurstofu Íslands.
Gul viðvörun er í gildi fyrir aðra landshluta.
Að sögn Veðurstofunnar er talsverð rigning á suðvestanverðu landinu fram eftir degi. Á morgun er svo útlit fyrir norðan og norðvestan hvassviðri eða storm með talsverðri úrkomu á Norðurlandi.
