Hátt í 3.000 jarðskjálftar hafa orðið í skjálftahrinunni á Reykjansskaga sem hófst á miðnætti í gær, flestir við Fagradalsfjall og Þorbjörn.
Frá miðnætti hafa orðið um 800 skjálftar, að sögn Minneyjar Sigurðardóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún bætir við að skjálftavirknin sé enn umtalsverð.
Jarðskjálfti upp á 3,4 varð um hálffimmleytið í nótt um fimm kílómetrum norðvestur af Grindavík en hann hefur ekki verið yfirfarinn að Veðurstofunni.
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar.