Vísbendingar um kvikusöfnun á 4 km dýpi

Land rís á Reykjanesskaga, nálægt Þorbirni við Grindavík. Bláa lónið …
Land rís á Reykjanesskaga, nálægt Þorbirni við Grindavík. Bláa lónið og Svartsengi eru þar í næsta nágrenni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samfelldar GPS-mælingar á Reykjanesskaga sýna enn merki um að landris haldi þar áfram.

Fyrstu niðurstöður líkanreikninga Veðurstofunnar benda til að kvika sé að safnast fyrir á um 4 kílómetra dýpi.

Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að hraði þenslunnar hafi minnkað örlítið miðað við í upphafi. Gögn úr Sentinel-gervitungli hafi ekki borist enn.

Tekið er fram að vísindamenn á vegum Veðurstofunnar muni fara á svæðið nærri Svartsengi og Þorbirni í dag til að framkvæma gasmælingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert