Áætlað er að allt millilandaflug verði á áætlun í nótt og í fyrramálið. Rýming Grindavíkurbæjar og jarðhræringar á svæðinu hafa ekki áhrif á Keflavíkurflugvöll að svo stöddu.
Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is
Eins og mbl.is greindi frá í síðustu viku er Keflavíkurflugvöllu með allt að þrjár varaaflsstöðvar ef til þess kæmi að rafmagni slægi út vegna mögulegs goss. Ein varaaflsstöð er á flugvellinum og Isavia hefur aðgang að tveimur öðrum varaaflsstöðvum sem eru hreyfanlegar. Allar eru þær dísilknúnar.
Tvær vélar Play, sem eru að koma frá Lisbon og Madrid, eiga að lenda rétt fyrir kl. 02 í nótt. Fimm vélar Play sem koma frá Norður-Ameríku eiga að lenda frá 04.30 – 05.15 og 12 vélar Icelandir frá Norður-Ameríku eiga að lenda á milli kl. 06 – 06.45.