„Eigum við að fá 50 krónur?“

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil óánægja er meðal rithöfunda vegna tekna sem þeir fá fyrir hljóðbækur á streymisveitum á borð við Storytel. Tekjurnar eru smánarlegar að þeirra mati og hafa auk þess áhrif á hefðbundna bóksölu. Af þeim sökum hyggjast þeir beita sér fyrir breytingum á samningum sem gætu falið í sér að bækur komi seinna út á hljóðbók en verið hefur.

Sverrir Norland, rithöfundur og stjórnarmaður í Rithöfundasambandi Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að rithöfundar taki hljóðbókabyltingunni vissulega fagnandi en tekjumöguleikar þeirra hafi minnkað síðustu ár. Á sama tíma hafi til að mynda Storytel aukið hlut sinn á bókamarkaði.

Sverrir Norland, rithöfundur og stjórnarmaður í Rithöfundasambandi Íslands.
Sverrir Norland, rithöfundur og stjórnarmaður í Rithöfundasambandi Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ef ég sel eintak af nýju bókinni minni, Klettinum, úti í búð þá fæ ég um það bil þúsund krónur í minn hlut. Ef þú myndir hlusta á hana alla á Storytel þá fengi ég líklega 50 krónur fyrir. Það þurfa því 20 manns að hlusta á hana til að ég fái sömu upphæð og fyrir fýsíska eintakið. Þessar tölur eru náttúrlega bara hlægilegar og ef þetta á að vera þróunin þá getur enginn lifað af þessu. Þá er verið að raska heilu vistkerfi, bókaútgáfunni, og það gagnast engum. Ekki einu sinni Storytel því þá fær fyrirtækið engar bækur.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Snæbjörn Arngrímsson, rithöfund og fyrrverandi bókaútgefanda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert