Gruggugt heitt vatn vegna jarðhræringa

Frá orkuveri HS Orku í Svartsengi.
Frá orkuveri HS Orku í Svartsengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borið hefur á gruggugu heitu vatni hjá notendum í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum á Facebook, en þar segir að vandinn tengist jarðhræringum á svæðinu.

Fyrirtækið hefur í nógu að snúast vegna jarðhræringa, en rafmagni sló einnig út í Grindavíkurbæ fyrr í dag. Starfsmenn brugðust skjótt við og hafa þegar komið rafmagni aftur á bænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert