Rafmagn komið aftur á í Grindavík

Rafmagni hefur verið komið á aftur í Grindavík, eftir bilanir …
Rafmagni hefur verið komið á aftur í Grindavík, eftir bilanir tengdar skjálftavirkni á svæðinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagn er komið aftur á í Grindavík. Þetta staðfestir Páll Erland, forstjóri HS Veitna. 

Rafmagn fór af í bænum og er talið að bil­un hafi komið upp í inn­an­bæjar­streng milli tveggja aðveitu­stöðva. Að sögn Páls voru starfsmenn fljótir að koma rafmagni aftur á í bænum öllum. 

Skjálftar slitu jörðina og tvo strengi með

Aðspurður segir hann engar bilanir tengdar heitu vatni hafa komið upp, enn sem komið er og heita vatnið enn í gangi að óbreyttu í bænum. 

Tvær smærri staðbundnar bilanir hafi hins vegar komi upp á rafmagnslínum.

„Það er staðbundið við einhver svæði þar sem skjálftarnir virðast vera að slíta jörðina í sundur og strengina með,“ segir Páll „það er verið að reyna að finna út úr því.“ 

Páll Erland forstjóri HS Veitna.
Páll Erland forstjóri HS Veitna. Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert