Í dag verður hæg breytileg átt og bjart með köflum, en austan 5-10 m/s og dálítil rigning eða slydda suðvestan- og vestanlands.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að það bæti í vind syðst eftir hádegi, austan 10-15 m/s þar síðdegis.
Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig sunnan og vestanlands og því má búast við að hálka á vegum fylgi þeirri úrkomu sem fellur.
Norðan- og austantil er hins vegar útlit fyrir 0 til 8 stiga frost, kaldast inn til landsins.
Á morgun er útlit fyrir austan 3-10 m/s, en áfram 10-15 með suðurströndinni. Skúrir eða él suðaustanlands og á Austfjörðum en annars bjart og þurrt.