Viðbragðsaðilar kallaðir burt og Þór færður utar

Sundhnúkagígaröðin liggur í suð-suðvestur að Grindavík.
Sundhnúkagígaröðin liggur í suð-suðvestur að Grindavík. Ljósmynd/Siggi Anton

Almannavarnir hafa ákveðið að kalla alla viðbragðsaðila út úr Grindavík. Ákvörðunin er tekin á grundvelli þeirra gagna sem komu frá vísindamönnum Veðurstofu Íslands á stöðufundinum sem haldinn var klukkan þrjú í nótt.

Sýna þau meðal annars aukna skjálftavirkni til suðurs af bænum, eins og mbl.is hefur þegar greint frá.

Björgunarskip fært frá Grindavík

Ráðstöfunin er gerð til að lágmarka alla áhættu að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna.

Áhöfn varðskipsins Þórs hefur einnig verið beðin um að færa skipið utar og fjær bænum, af sömu ástæðum. Sömuleiðis er unnið að því að ferja björgunarskipið Odd V. Gíslason frá Grindavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert