Vilja ekki veita Ísraelum þjónustu

Ferðamenn í Reykjavík. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ferðamenn í Reykjavík. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Nokkrir aðilar í ferðaþjónustu hér á landi hafa gefið út þann boðskap að þeir muni ekki þjónusta ferðamenn frá Ísrael vegna stríðs Ísraelsmanna og hryðjuverkasamtakanna Hamas á Gasasvæðinu.

Ingi Jón Sverrisson, forsvarsmaður Tour.is, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé einn af þeim. Hafi hann hafnað því að þjónusta ísraelska hópa, þar sem fyrirtækið kærði sig ekki um að eiga samskipti við Ísraelsmenn vegna framferðis þeirra í Palestínu.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það sé ákvörðun hvers fyrirtækis fyrir sig hvaða hópar séu þjónustaðir. Hann vildi ekki kveða upp úr um að um lögbrot væri að ræða þegar hópi væri mismunað á þennan hátt, en sagði að samtökin mæltu gegn því að lög væru brotin. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina