Íbúar í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík fengu leyfi í dag til að fara inn á heimili sín og sækja það allra nauðsynlegasta, hvort sem það eru gæludýr eða lausamunir.
Kristinn Magnússon, ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins, náði myndum af nokkrum Grindvíkingum flytja eigur sínar á brott.
Í austurhluta Grindavíkur
Einn úr hverri fjölskyldu fékk að fara inn í sitt hús og hafði um fimm mínútur til að sækja lífsnauðsynjar og/eða gæludýr. Heimamaðurinn þurfti að vera í fylgd með viðbragðsaðilum.
Þórkötlustaðahverfi er í austurhluta Grindavíkur. Þar búa nokkrir búfjáreigendur, sem vilja helst bjarga dýrum sínum úr bænum.
Mælt var með því við Grindvíkinga að skilja eftir miða í gluggum sínum til þess að gefa í ljós að þeir hafa yfirgefið heimili sitt.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Grindvíkingur sækir fé sitt í Þórkötlustaðahverfi í austurhluta Grindavíkur.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Björgunarsveitarmaður hjálpar Sigríði Sverrisdóttur við að flytja eigur sínar inn í bíl. Hún vildi helst ekki missa fjölskyldualbúmin.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Margir Grindvíkingar óttast að heimabær þeirra leggist undir hraun.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Björgunarsveitarmaður fer með tvo fulla poka af eigum Grindvíkinga inn í bíl.
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Björgunarsveitarmaður færir málverk inn í bíl.
mbl.is/Kristinn Magnússon