Stærsti skjálftinn frá því á laugardag

Frá Grindavík í dag. Bærinn var rýmdur vegna jarðhræringanna á …
Frá Grindavík í dag. Bærinn var rýmdur vegna jarðhræringanna á föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfti reið yfir Reykjanesskagann klukkan 21.09. Skjálftans varð vel vart víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Skjálftinn átti upptök sín við austanvert Kleifarvatn, á sjö kílómetra dýpi.

Lesendur mbl.is segjast meðal annars hafa fundið hann í Vestur-Landeyjum og á Akranesi, auk þess sem fjölmargar tilkynningar hafa borist af höfuðborgarsvæðinu.

Lík­legt verður að telj­ast að um sé að ræða svo­kallaða gikk­skjálfta, sem leysa þá spennu úr jarðskorp­unni sem kviku­gang­ur­inn hef­ur valdið á skag­an­um.

3,8 að stærð

Nýjustu mælingar Veðurstofu gefa til kynna að skjálftinn hafi verið að stærðinni 3,8.

Miðað við þessa stærð var skjálftinn sá stærsti frá því á laugardag.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is