Strikað yfir Grindavík og Bláa lónið

Sólarhringsvakt er við afleggjarann.
Sólarhringsvakt er við afleggjarann. mbl.is/Hermann Nökkvi Gunnarsson

Búið er að strika yfir bæði heiti Grindavíkurbæjar og Bláa lónsins á skiltum Vegagerðarinnar við afleggjara Grindavíkurvegar á Reykjanesbrautinni.

Vegna jarðhræringanna og hugsanlegs eldgoss hafa yfirvöld lokað fyrir almenna umferð um Grindavíkurveg. 

Grindavíkurbær var rýmdur á föstudagskvöld og var Bláa lóninu lokað á fimmtudaginn.

Sólarhringsvakt hefur verið við Grindavíkurveg frá því að honum var lokað til að tryggja að enginn óviðkomandi keyri veginn. 

Að sögn viðbragðsaðila á staðnum var strikað yfir heiti Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar fyrr í dag. 

Búið er að loka fyrir almenna umferð um veginn.
Búið er að loka fyrir almenna umferð um veginn. mbl.is/Hermann Nökkvi Gunnarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina