Freyja leysir Þór af hólmi

Varðskipið Freyja tók við af varðskipinu Þór síðdegis í gær.
Varðskipið Freyja tók við af varðskipinu Þór síðdegis í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Freyja kom síðdegis í gær fyrir utan strendur Grindavíkur og er búið að leysa af hólmi varðskipið Þór, sem hefur verið þar í viðbragðsstöðu síðan á föstudagskvöld.  

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar (LHG), í samtali við mbl.is. 

Þyrlusveitin tilbúin

Hann segir að þyrlusveit LHG sé í viðbragðsstöðu eins og síðustu daga en smá breyting var á staðsetningu þyrlusveitarinnar í dag. Í gær og fyrradag var ein þyrla staðsett á Keflavíkurflugvelli en í dag er hún í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli. 

„Í morgun var það metið þannig að það væri betra að vera í Reykjavík, vindáttin væri þannig og því heppilegra að hafa hana þar,“ segir Ásgeir. 

Þyrlusveitin hefur verið tilbúin til taks síðustu daga á meðan íbúar Grindavíkur hafa verið að sækja eigur sínar segir Ásgeir.

Mynd tekin í gærkvöldi.
Mynd tekin í gærkvöldi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is