Eldur kviknaði í húsbíl í Hamrahverfi í Grafarvogi um þrjúleytið í nótt. Þegar slökkvilið bar að garði var bíllinn orðinn alelda.
Vel gekk að slökkva eldinn, að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði, en að sögn Sigurjóns var um að ræða bíl sem verið var að gera upp.
Hann segir slökkvistarf hafa tekið um klukkustund.