23,7 stiga hitamunur í dag

Töluverðu munaði á hæsta og lægsta hita á landinu í …
Töluverðu munaði á hæsta og lægsta hita á landinu í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hiti mældist mestur í dag á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði eða um 10,2 gráður. Frost mældist mest á Möðrudal á hálendinu eða um 13,5 stig.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Var því mesti hitamunurinn hér á landi í dag 23,7 stig.

Hjá Sauðanesvita við Siglufjörð og í Grundarfirði mældist hiti um 10 stig í dag þegar best lét.

Um 11 stiga frost mældist aftur á móti á Mývatni og við Dettifoss.

mbl.is