Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Víkingi Helga Stefánssyni, 11 ára, að beiðni barnaverndaryfirvalda. Víkingur er rúmlega 150 sm á hæð, skolhærður og með gráblá augu.
Í tilkynningu lögreglunnar eru þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir drengsins, eða vita hvar hann er niðurkominn, beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112, eða með tölvupósti á netfangið 8420@lrh.is