„Börnin vilja eðlilega bara komast heim“

Úr þjónustumiðstöð almannavarna vegna jarðhræringanna.
Úr þjónustumiðstöð almannavarna vegna jarðhræringanna. mbl.is/Eyþór

„Við fengum húsnæði á fjórum stöðum til að nýta fram að jólum sem er náttúrlega bara tímabundin lausn og í rauninni bara til að koma nemendum saman sem eru auðvitað öll að upplifa það sama. Hugmyndin er því meira að hafa þetta svona samverustundir fyrir jólin og nýta svæðið í kring og kannski fara eitthvað og skoða eitthvað sem við höfum ekki greiðan aðgang að, verandi alltaf öll í Grindavík,“ segir Anna Kristín Halldórsdóttir, umsjónarkennari 4. bekkjar í Grunnskóla Grindavíkur.

Skólanum, sem telur um 600 nemendur, er nú skipt niður á þá leið að 1. og 2. bekkur eru í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur fá rými í Víkingsheimilinu, 5. til 8. bekkur fá aðsetur í Ármúla 30 og 9. og 10. bekkur eru í Laugalækjarskóla. Sjálf á Anna þrjá drengi, 7, 9 og 12 ára, sem dreifast því um borgina til að sækja skólann.

„Þessu er skipt eftir bekkjum og við verðum 3. og 4. bekkur saman í litlum fundarsal í Víkingsheimilinu en kennarar fá líka aðgang að gögnum og dóti í Álftamýrarskóla. En af því að við erum að hugsa þetta meira sem samveru, en ekki beint að rífa upp bækurnar og vera með einhverja pressu á einhvern lærdóm, þá langaði okkur að hafa þetta meira svona að við værum með leikföng og hefðum huggulega stemningu fram að jólum,“ segir hún.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert