Þorvaldur: Eldgosið „á versta staðnum“

Gosið á vefmyndavél mbl.is á ellefta tímanum í kvöld. Þorvaldur …
Gosið á vefmyndavél mbl.is á ellefta tímanum í kvöld. Þorvaldur talar um háa kvikustróka.

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við mbl.is að við fyrstu sýn þá sé um verstu sviðsmynd að ræða. Gosið virðist vera við Hagafell, fyrir ofan Grindavík.

„Þetta er á versta staðnum, það lítur út fyrir það. Vestan við Hagafellið og þar upp eftir, og þá sennilega upp í gegnum Sundhnúkana sem eru þar rétt norðan við. Það eru svakalega háir kvikustrókar. Nú er þetta algjör ágiskun en hæstu strókarnir eru sennilega 150 metrar. Það þýðir að hraunið flæðir mjög hratt frá gígnum,“ segir hann og bætir við:

„Þetta er kannski nálægt því að vera versta tilfelli sem hægt er að hugsa sér. Því miður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert