Myndskeið: Blaðamaður BBC flaug með Gæslunni

Blaðamaðurinn fékk að fljóta með í æfingaflug gæslunnar.
Blaðamaðurinn fékk að fljóta með í æfingaflug gæslunnar. AFP/Landhelgisgæslan

Blaðamaður BBC fékk far með þyrlu landhelgisgæslunnar til að berja gossvæðið á Reykjanesskaganum augum.

Breski blaðamaðurinn, Nick Beake, virtist ekki eiga í miklum vandræðum með að bera íslensk staðarheiti fram og sagði Grindavík til að mynda nokkuð skýrt. 

Fékk Beake leyfi til að fljóta með Landhelgisgæslunni í æfingaflugi og greindi lesendum miðilsins frá eldvirkninni og raunum Grindvíkinga úr þyrlunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka