Vegna veðurs og snjóflóðahættu mun veginum um Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum verða lokað kl 22 í kvöld, 23. desember.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni en appelsínugul viðvörun tekur í gildi á Vestfjörðum klukkan 5 í fyrramálið og gildir til klukkan 10.
Mikil hætta er talin á að snjóflóð falli og verður varðskipið Freyja til taks á svæðinu fram yfir helgi.
