Róleg nótt hjá björgunarsveitunum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Lítið var um verkefni hjá björgunarsveitum landsins sökum veðurs að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 

Nokkrir bílar festust á Holtavörðuheiði að sögn Jóns Þórs, en á vef Vegagerðarinnar segir að þæfingur sé þar nú. 

Síðdegis í gær lenti lítil rúta utanvegar á Snæfellsnesi með um 20 farþegum. 

Gular viðvaranir eru í gildi til klukkan 22 í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert