Rúta með um 20 farþegum lenti utanvegar síðdegis í gær á Snæfellsnesi.
Í Facebook-færslu björgunarsveitarinnar Klakks á Grundarfirði segir að útkallið barst klukkan 17:01. Björgunarsveitirnar í Snæfellsbæ og á Stykkishólmi sinntu einni útkallinu.
Verkefnið leystist vel og sluppu allir ómeiddir. Segir þó að aðstæður hafi verið krefjandi en gul viðvörun er í gildi.
„Nauðsynlegt að skoða og fylgjast vel með veðurspá áður en haldið er til ferðlaga,“ segir í færslunni.