Enginn ósnortinn af æðruleysi Grindvíkinga

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eyþór

Hamfarirnar í næsta nágrenni Grindavíkur eru Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra efst í huga er hann lítur yfir árið 2023 sem hann segir, í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu, ekki hafa verið dans á rósum.

„Enginn er ósnortinn af þeirri hugprýði og því æðruleysi sem Grindvíkingar hafa sýnt við erfiðar aðstæður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund tilfinninguna að þurfa að yfirgefa heimili sitt um lengri tíma vegna umbrota í náttúrunni,“ skrifar Sigurður Ingi. 

„Oft er sagt að óvissan sé versti óvinurinn og það er svo sannarlega satt þegar horft er til Grindavíkur. Vísindin og okkar öfluga fólk sem þau stunda eru okkur mikil stoð þegar kemur að hamförum eins og þeim sem dunið hafa yfir en meira að segja þau geta ekki sagt með fullri vissu til um hvað framtíðin ber í skauti sér,“ heldur Sigurður Ingi áfram. 

Rifjar hann upp að fyrir fimmtíu árum síðan, í Heimaeyjargosinu, hafi íbúar þurft að yfirgefa heimili sín. 

„Við þessar aðstæður er skylda okkar sem samfélags að standa þétt við bakið á Grindvíkingum. Vonandi getum við brátt séð lengra fram í tímann svo daglegt líf lifni að nýju í Grindavík, þessu öfluga bæjarfélagi.“

Grein Sigurðar Inga má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í gær, 30. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert