Tveir á slysadeild eftir að sorpbifreið valt

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að sorpbifreið rann út af veginum í mikilli hálku í Kotabyggð í Vaðlaheiði, gegnt Akureyri, á tíunda tímanum í morgun.

Báðir sem voru í bifreiðinni voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra eru talin minniháttar.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra er bifreiðin enn á vettvangi, enda eru aðstæður þarna mjög erfiðar sökum hálkunnar.

Tveir aðrir á slysadeild

Tveir til viðbótar voru fluttir á slysadeild eftir að hafa runnið í hálku innanbæjar á Akureyri síðasta klukkutímann.

Að sögn varðstjórans er mikil hálka í bænum og er fólk hvatt til að fara varlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert